Koronarebellen ritdómur

Screenshot_20210728-111806_Samsung Internet

Ritdómur eftir
Halvor Næss yfirlækni við taugalækningadeild Haukeland háskólasjúkrahúss og prófessor við háskólann í Bergen

Um bókina
Koronarebellen

– I kamp mot lockdown – for retsstat og demokrati

(Uppreisn gegn Kóróna)
Baratta gegn lokunum - fyrir réttarríki og lýðræði


Margrethe Salvesen er hjúkrunarfræðingur með langa reynslu á ýmsum sviðum í heilbrigðiskerfinu.
Veturinn 2020 varð heimurinn fyrir barðinu á faraldri í öndunarfærum og þann 12. mars lokaði ríkisstjórnin Noregi.
Salvesen brást strax ósjálfrátt við lokuninni og skildi að þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar, ekki síst á fíkniefnaneytendur sem hún starfaði með.

Í bókinni "Koronarebellen" lítur hún yfir tímabilið frá mars 2020 til júní 2021, mánuð fyrir mánuð. Bókin veitir mjög vel skjalfest sögulegt yfirlit yfir það sem gerðist í Noregi síðan ríkisstjórnin lokaði landinu í mars 2020.
Salvesen byggir mat sitt á fyrirliggjandi skjölum, sem nóg er af í bókinni.
Bókin inniheldur yfir 200 tilvísanir. Höfundur er ekki „í Kóróna afneitun “ en deilir upplýsingum sem eru byggðar á langri reynslu. Hún er ekki andvíg bólusetningum svo framarlega sem þær eru valfrjálsar og vísindalega rannsakaðar.
Margrethe Salvesen hefur kynnt sér félagsfræði og trúarbragðafræði og hefur sinnt mannréttindastarfi í Miðausturlöndum. Hún hefur verið virk á Facebook og birt fullt af upplýsingum um heimsfaraldurinn bæði hvað varðar pólitískar ákvarðanir, afleiðingar og meðferð.
Hún hefur haldið fyrirlestra víða í Noregi og verið í viðtölum við dagblöð, í útvarpi og podcasti.


Í bókinni Koronarebellen veltir Salvesen því fyrir sér á hverju fjölmiðlar byggja fréttaflutning sinn og hvað liggur a bakvið forræðishyggju stjórnvalda. Hún bendir að í mars 2020 hafi FHI (Lýðheilsustofnun) mælt gegn því að loka skólum, leikskólum og landamærum og mælti gegn víðtækum lokunum. Engu að síður lét norska landlæknisembættið loka öllu án þess að láta gera mat yfir áhrif og afleiðingar. Þetta sýnir að lokunin var pólitísk ákörðun, að sögn yfirsóttvarnalæknis hjá Sóttvarnarstofnun Evrópusambandsins. Í maí reyndi FHI aftur að láta opna landið en ríkisstjórnin hafnaði því.
22. maí lýsti Dagens Medicin því yfir að 60.000 aðgerðum hefði verið aflýst í Noregi.
Í maí lýsti FHI því yfir að 16 mannréttindi hafi verið brotin vegna lokana, þ.m.t. ferðafrelsi, tjáningarfrelsi, fundafrelsi, rétt til vinnu og réttindi barnsins. Í viðtali viðurkenndi Erna Solberg að ástandið væri slæmt en fagleg ráð frá NIPH voru ekki afgerandi.

Margir hjúkrunarfræðingar og læknar hafa leitað til Margrétar Salvesen örvæntingarfullir og þora ekki að segja það sem þeim finnst af ótta við að missa vinnuna. Eigendur fyrirtækja eru örvæntingarfullir yfir aðgerðunum og sumir hafa neyðast til að loka. Engu að síður verja þeir aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Salvesen veltir fyrir sér hvers vegna og hvort þetta sé dæmi um Stokkhólmsheilkenni.

Stjórnmálamenn eru hræddir við að vera gagnrýnir þar sem þeir vita ekki hvaða málamiðlanir hafa verið gerðar af stjórnvöldum og því hræddir við að segja eitthvað "rangt".

Salvesen vill sjá gagnrýnni mótspyrnu aukast. Í "Koronarebellen" vísar hjúkrunarfræðingurinn Margrethe Salvesen í skýrslur um að bresk stjórnvöld hafi staðið fyrir sálrænum hernaði með það markmið að skapa ótta og undirgefni. Hegðunarsálfræðingar voru notaðir til að búa til undirgefna, einsleita íbúa. Sama er að gerast í Noregi. Það kom upp á yfirborðið í apríl 2021 að Bjørn Guldvog sóttvarnalæknir beitti hræðsluáróðri í mars 2020 til að spila með tilfinningar fólks. Hann vildi valda fólki sálrænu áfall.

Um páskana 2021 bendir hún á að enn hafi hvorki verið gert mat á áhrifum þessara aðgerða né greinargerð um hvort aðgerðirnar hafi haft tilætluð áhrif.

Það sem gerir þessa bók mjög áhugaverða lesningu er samflétta tilfinninga og rökhugsunar.

Áhrif sóttvarnaraðgerða í mars 2020 verða lifandi í lýsingum hennar, bæði persónuleg reynsla og reynsla fjölskyldu hennar.
Ég mæli eindregið með bókinni Koronarebellen. Hún veitir mjög vel skjalfest yfirlit yfir það sem hefur gerst í Noregi síðan stjórnvöld lokuðu landinu í mars 2020.

Margrethe Salvesen er óhrædd baráttukona sem veit að frelsi er verðmæti sem við verðum að berjast fyrir. Ef við komum út úr þessum myrka kafla í sögu okkar með óskert frelsi og lýðræði, þá er Salvesen einni að þakka fyrir það. Við þurfum fleiri eins og hana

https://steigan.no/2021/07/margrethe-salvesen-koronarebellen-i-kamp-mot-lockdown-for-rettsstat-og-demokrati/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband